Halldór tilkynnir um hæð Hvannadalshnjúks á morgun

Staðsetningartæki komið fyrir á Hvannadashnjúki í síðustu viku.
Staðsetningartæki komið fyrir á Hvannadashnjúki í síðustu viku. mbl.is/Árni Sæberg

Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, mun síðdegis á morgun kynna niðurstöður mælinga á hæð Hvannadalshnjúks fyrir Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra, en mælitækjum var komið fyrir á hnjúknum í síðustu viku. Halldór mun í kjölfarið kynna niðurstöður mælinganna á tröppum Stjórnarráðsins við Lækjargötu.

Opinber hæð Hvannadalshnjúks er 2119 metrar, en mælingar sem gerðar hafa verið á undanförnum árum benda til þess að hann kunni að vera nokkru lægri eða 2111 metrar.

Ákveðið var að mæla hæð fjallsins nákvæmlega og var mælitækjum komið fyrir á tindinum í síðustu viku af Landmælingum Íslands í samvinnu við Landhelgisgæsluna og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert