Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um reyk sem lagði frá íbúð í fjölbýlishúsi í Austurbergi í Breiðholti um klukkan 18:25 í kvöld. Einn slökkviliðsbíll fór á vettvang. Húsráðandi hafði verið að sjóða bjúgu í potti, en brugðið sér að heiman og gleymt að slökkva undir soðningunni.
Töluverður reykur var í íbúðinni og varð að reykræsta hana. Skemmdir eru hins vegar minniháttar.