Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti í dag verðlaun í sögusamkeppni SAFT fyrir grunnskólanemendur, en verðlaunaafhendingin fór fram í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu. SAFT er vakningarverkefni á vegum Heimilis og skóla-landssamtaka foreldra, um örugga og jákvæða netnotkun barna og unglinga, að því er segir í tilkynningu.
Þar segir að SAFT sé eina forvarnaverkefnið af þessu tagi sem unnið er á Íslandi. Sögusamkeppni SAFT var hleypt af stað á Alþjóðlega netöryggisdaginn, 8. febrúar síðastliðinn. Þátttakendur voru 9-16 ára grunnskólanemar sem boðið var að fara í ferðalag á Netinu og skrifa um það sögu sem þau sendu inn í rafrænu formi.
Eftirtalin börn hlutu verðlaun í samkeppninni:
Yngri flokkur 9-12 ára:
1. verðlaun:
Fríða Theodórsdóttir, 10 ára, Klébergsskóla á Kjalarnesi.
2. verðlaun:
Helga Sædís Jónsdóttir 10 ára, Álftanesskóla, Álftanesi.
3. verðlaun:
Elín Jósepsdóttir, Borgarhólsskóla á Húsavík.
Eldri flokkur 13-16 ára.
1. verðlaun:
Ingibjörg Ólöf Benediktsdóttir, 14 ára, Varmalandsskóla í Borgarfirði.
2. verðlaun: Elín Þórsdóttir, 13 ára, Hólabrekkuskóla í Reykjavík.
3. verðlaun:
Stefán Jóhannsson 13 ára, Seyðisfjarðarskóla á Seyðisfirði.
Heiðarskóli í Reykjanesbæ fékk verðlaun fyrir glæsilega þátttöku bekkjarins 4-HS sem sendi inn 11 sögur. Gunnar Þór Jónsson skólastjóri og Heiðrún Björk Sigmarsdóttir kennari tóku við verðlaununum.
Vinningshafi sem boðið verður ásamt forráðamanni á lokahátíð sögusamkeppninnar í París í Frakklandi 9. desember nk. er Ingibjörg Ólöf Benediktsdóttir, 14 ára, Varmalandsskóla, Borgarfirði.