Guðmundur Kjærnested látinn

Guðmundur Kjærnested.
Guðmundur Kjærnested.

Guðmundur Kjærnested, fyrrverandi skipherra, andaðist 2. september sl. á gjörgæsludeild Landspítalans, 82 ára að aldri. Guðmundur var einn nafntogaðasti skipherra Landhelgisgæslunnar og tók þátt í öllum þremur þorskastríðunum við Breta.

Guðmundur fæddist 29. júní 1923 í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Halldór Kjærnested bryti og Margrét Halldóra Guðmundsdóttir.

Guðmundur stundaði nám í Héraðsskólanum að Laugarvatni 1939–41. Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1949 og skipstjóraprófi á varðskipum ríkisins árið 1953. Guðmundur var háseti á Belgaum, Dettifossi og síðar á varðskipinu Ægi á árunum 1940–49. Stýrimaður á varðskipum Landhelgisgæslunnar 1949–53 og skipherra frá 1954–84.

Guðmundur var alla tíð virkur í félagslífi og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum um ævina. Hann sat í trúnaðarráði Stýrimannafélags Íslands á árunum 1950–53, var formaður Starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar 1959–65, ritari Skipstjórafélags Íslands 1962–66 og formaður þess 1971–75. Hann var einnig forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands á árunum 1973–75.

Eftirlifandi eiginkona Guðmundar er Margrét Anna Símonardóttir, en þau giftust hinn 11. október 1944. Þau eignuðust fjögur börn, Símon Inga, Örn, Helga Stefni og Margréti Halldóru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka