Guðmundur Kjærnested látinn

Guðmundur Kjærnested.
Guðmundur Kjærnested.

Guðmund­ur Kjærnested, fyrr­ver­andi skip­herra, andaðist 2. sept­em­ber sl. á gjör­gæslu­deild Land­spít­al­ans, 82 ára að aldri. Guðmund­ur var einn nafn­togaðasti skip­herra Land­helg­is­gæsl­unn­ar og tók þátt í öll­um þrem­ur þorska­stríðunum við Breta.

Guðmund­ur fædd­ist 29. júní 1923 í Hafnar­f­irði. For­eldr­ar hans voru Hall­dór Kjærnested bryti og Mar­grét Hall­dóra Guðmunds­dótt­ir.

Guðmund­ur stundaði nám í Héraðsskól­an­um að Laug­ar­vatni 1939–41. Hann lauk far­manna­prófi frá Stýri­manna­skól­an­um í Reykja­vík árið 1949 og skip­stjóra­prófi á varðskip­um rík­is­ins árið 1953. Guðmund­ur var há­seti á Belgaum, Detti­fossi og síðar á varðskip­inu Ægi á ár­un­um 1940–49. Stýri­maður á varðskip­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar 1949–53 og skip­herra frá 1954–84.

Guðmund­ur var alla tíð virk­ur í fé­lags­lífi og gegndi ýms­um trúnaðar­störf­um um æv­ina. Hann sat í trúnaðarráði Stýri­manna­fé­lags Íslands á ár­un­um 1950–53, var formaður Starfs­manna­fé­lags Land­helg­is­gæsl­unn­ar 1959–65, rit­ari Skip­stjóra­fé­lags Íslands 1962–66 og formaður þess 1971–75. Hann var einnig for­seti Far­manna- og fiski­manna­sam­bands Íslands á ár­un­um 1973–75.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Guðmund­ar er Mar­grét Anna Sím­on­ar­dótt­ir, en þau gift­ust hinn 11. októ­ber 1944. Þau eignuðust fjög­ur börn, Sím­on Inga, Örn, Helga Stefni og Mar­gréti Hall­dóru.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert