Bændur á Hrauni I og II í Ölfusi voru við sölvatekju í dag, á Hásteinaskerjum rétt við ósa Ölfusár. Sölin eru tínd á haustin og að þessu sinni var verið að fara í þriðju sölvatínsluferðina og tóku um 30 manns þátt í sölvatínslunni.
Aðeins er hægt að tína sölin á stórstraumsfjöru, í rúma klukkustund og er það undir sjógangi komið hversu góð eftirtekjan varður og hvort hægt er að tína allt í einni ferð. Nokkuð brimaði við skerin í dag, þrátt fyrir blíðskaparveður.