Blár ópal ekki lengur til

Hinn sígilda bláa Ópal er ekki lengur að finna í hillum verslana því framleiðslu mikilvægasta bragðefnisins hefur verið hætt. Þrátt fyrir ítarlega eftirgrennslan og rannsóknir sælgætismeistara Nóa Síríuss hefur ekki fundist hliðstætt efni hjá öðrum framleiðendum.

Að sögn Gunnars B. Sigurgeirssonar, markaðsstjóra Nóa-Síríuss, hefur blár Ópal verið framleiddur með sömu aðferðum í rúma hálfa öld og á marga trygga aðdáendur. Óviðeigandi sé að bjóða slíka vöru með alveg nýju bragði og því hafi framleiðslunni einfaldlega verið hætt. Gunnar segir að þeir rauðu og grænu verði þó áfram á sínum stað auk þess sem nýjar vörur undir merkjum Ópal verði kynntar á næstu vikum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert