Fjórtán ára vinkonur björguðu mannslífi

Silja Sif Kristinsdóttir, Eyrún Anna Tryggvadóttir og Hafrún Hafliðadóttir.
Silja Sif Kristinsdóttir, Eyrún Anna Tryggvadóttir og Hafrún Hafliðadóttir. mbl.is/Sverrir

Þær Silja Sif Kristinsdóttir, Eyrún Anna Tryggvadóttir og Hafrún Hafliðadóttir eru aðeins fjórtán ára gamlar en drýgðu engu að síður hetjudáð í síðustu viku og björguðu lífi Þórhalls Ólafssonar. Hann hafði ætlað að skipta um peru í eldhúsljósi en kúpull datt á hann svo hann skarst illa á hendi og slagæð og taugar fóru í sundur.

Stúlkurnar voru að fara inn í lyftu í blokk í Árbænum, þegar þær heyrðu hrópað á hjálp og í sömu andrá hljóp maður upp úr kjallaranum, útataður í blóði, og bað þær að hjálpa sér.

Aðkoma á slysstað var slæm en stúlkurnar hringdu í Neyðarlínuna og fylgdu leiðbeiningum þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Þær héldu hendi Þórhalls uppi og þrýstu á sárið með handklæðum þar til hjálp barst.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Þórhallur Ólafsson.
Þórhallur Ólafsson. mbl.is/Sverrir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert