Ekið á dreng í Hafnarfirði

Ekið var á 12 ára dreng á mótum Strandgötu og Ásbrautar í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan hálf átta í kvöld. Drengurinn var að hjóla yfir götu þegar bíllinn ók á hann. Var drengurinn fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður en hann var með hjálm á höfði. Bíllinn er hins vegar mikið skemmdur, að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert