Það eru allt að sjö sykurmolar í einni meðalstórri skál af algengu morgunkorni sem er fyrsta máltíð dagsins hjá mörgum íslenskum börnum. Sykurmagnið er það mikið að það jafnast á við að þau séu að borða sælgæti í morgunmat með mjólk útá, segir Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur á Rannsóknastofu í næringarfræði við Landspítalann. Það er hollara að borða sem mest af lítið unnum vörum. Grautar úr höfrum, hirsi, byggi eða öðru korni eru góður kostur í morgunsárið sem og lýsi, ávextir og grænmeti.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.