8,2 milljarðar greiddir með landbúnaðarframleiðslu

Gert er ráð fyrir 4841 milljónar króna greiðslna vegna mjólkurframleiðslu …
Gert er ráð fyrir 4841 milljónar króna greiðslna vegna mjólkurframleiðslu á næsta ári. mbl.is/Þorvaldur

Íslenska ríkið greiðir samtals 8,2 milljarða króna með landbúnaðarframleiðslu á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2006. Er þetta hækkun um 450 milljónir króna frá gildandi fjárlögum að meðtöldum hækkunum vegna áætlaðra verðbóta.

Gert er ráð fyrir 4841 milljónar króna greiðslna vegna mjólkurframleiðslu sem er 253 milljónum meira en á þessu ári. Þær breytingar hafa orðið, að stuðningurinn er ekki lengur ákveðið hlutfall af verði mjólkur heldur hefur verið samið um fastar heildarfjárhæðir beingreiðslna.

Þá er gert ráð fyrir 2983 milljóna króna greiðslum vegna sauðfjárframleiðslu, sem er hækkun um 140 milljónir króna milli ára.

Loks nema greiðslur vegna grænmetisframleiðslu 355 milljónum króna á næsta ári, sem er hækkun um 60,8 milljónir króna. Þar af er lagt til að fjárveiting til niðurgreiðslu á raforkuverði til garðyrkjubænda hækki um 55,2 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka