Áformað að lækka lyfjareikning ríkisins um 300 milljónir

Ná á fram 300 milljóna króna sparnaði í lyfjamálum á …
Ná á fram 300 milljóna króna sparnaði í lyfjamálum á næsta ári. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Áformað er að ná fram lækkun lyfjaútgjalda ríkisins um 300 milljónir króna á næsta ári og þau verði þá 6043 milljónir króna.

Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2006, að þetta eigi að nást fram í kjölfar samkomulags heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra og hagsmunaaðila á síðasta ári um lækkun lyfjaverðs til þriggja ára. Er m.a. áformað að ráðast í sérstakt átak í lyfjamálum heilsugæslunnar og áhersla verði lögð á skynsamlegri og hagkvæmari notkun lyfja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert