Rekstrargjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs lækka um milljarð

Gert er ráð fyrir að rekstargjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs nemi rúmum 2,8 milljörðum króna á næsta ári og jafngildir það rúmlega 1 milljarðs króna lækkun að raungildi frá fjárlögum þessa árs. Hins vegar er gert ráð fyrir að útgjöld Fæðingarorlofssjóðs aukist um 250 milljónir milli ára.

Gert er ráð fyrir að útgjöld sjóðsins vegna atvinnuleysisbóta lækki um 828 milljónir króna í ljósi spár fjármálaráðuneytis um atvinnuleysi á næsta ári, en ráðuneytið spáir tæplega 2% atvinnuleysi á árinu samanborið við 2,7% á þessu ári.

Gert er ráð fyrir að útgjöld Fæðingarorlofssjóðs aukist um 250 milljónir króna á næsta ári og verði rúmir 7 milljarðar króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka