Starfsemi Óbyggðanefndar kostar 82 milljónir

Óbyggðanefnd kveður upp úrskurð um þjóðlendur í uppsveitum Árnessýslu.
Óbyggðanefnd kveður upp úrskurð um þjóðlendur í uppsveitum Árnessýslu.

Gert er ráð fyrir því að fjárveiting til Óbyggðanefndar verði 81,6 milljónir króna á næsta ári en það er hækkun um 14 milljónir króna frá fjárlögum þessa árs.

Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2006 segir, að lögð sé til sérstök 10 milljóna króna fjárveiting í því skyni að mæta kostnaði umfram þær fjárheimildir sem þegar eru í ramma nefndarinnar. Segir að tillagan byggist á kostnaði vegna áranna 2003 og 2004 en erfitt sé að áætla með vissu kostnað vegna úrskurða og málflutningslauna sem koma til afgreiðslu nefndarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert