Þjónusta við krabbameinssjúka verður aukin

Rekstur Landspítala háskólasjúkrahús kostar 28 milljarða króna á næsta ári.
Rekstur Landspítala háskólasjúkrahús kostar 28 milljarða króna á næsta ári.

Áformað er að auka þjónustu Landspítala háskólasjúkrahúss við krabbameinssjúka, bæði læknandi og líknandi meðferða. Er gert ráð fyrir að 40 milljóna króna framlagi í fjárlagafrumvarpi næsta árs til að mæta þessu og einnig kostnaðarauka í tengslum við fjölgun sjúklinga með illkynja sjúkdóma.

Fram kemur í fjárlagafrumvarpinu, að nýgengi krabbameins aukist árlega um 3% og einstaklingum á lífi með krabbamein fjölgi um 5%.

Alls er gert ráð fyrir að rekstargjöld LSH nemi rúmum 28 milljörðum króna á næsta ári og hækki um 260 milljónir króna að raungildi frá fjárlögum þessa árs.

Alls eru heildarútgjöld heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisins 129,7 milljarðar króna á næsta ári og aukast um rúma 6,8 milljarða króna frá fjárlögum yfirstandandi árs.

-

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka