4 milljörðum meiri tekjur af stimpilgjöldum

Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af eignarskatti verði 14,2 milljarðar á yfirstandandi ári eða um 5 milljörðum kr. meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir. Þessi hækkun stafar að mestu leyti af auknum tekjum ríkissjóðs af stimpilgjöldum sem hafa orðið 4 milljörðum kr. meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir.

Á næsta ári er gert ráð fyrir um 7 milljarða tekjum af eignarsköttum eða um 7 milljörðum kr. minni tekjum en í ár. Munar þar miklu um afnám skattlagningar á hreina eign einstaklinga og fyrirtækja sem tekur gildi á næsta ári.

Áætlað er að virðisaukaskattur skili um 114,4 milljörðum í ríkissjóð á næsta ári og er það hækkun um 5,5% frá yfirstandandi ári. Í spá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að laun á vinnumarkaði hækki um 5% og að skattgreiðendum tekjuskatts á einstaklinga fjölgi um 1,5%. Er því gert ráð fyrir að tekjuskattur einstaklinga nemi tæplega 70 milljörðum á næsta ári eða um 1,5 milljörðum kr. meira en á þessu ári. Á næsta ári lækkar tekjuskattur einstaklinga um 1%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka