Tímasetning skattalækkana varasöm

Greiningardeild Landsbanka segir í Vegvísi sínum í dag, að í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2006 sé ekki að finna neinar mikilvægar breytingar frá þeirri ríkisfjármálastefnu sem þegar hafi verið mótuð. Ítrekar greiningardeildin þá gagnrýni sína, að framlag ríkisfjármálanna til hagstjórnar hafi ekki verið nægilegt og að tímasetning þeirra umfangsmiklu skattalækkana, sem ákveðnar hafi verið, sé vafasöm.

Í Vegvísi segir, að töluverð umræða hafi verið að undanförnu um hlutverk ríkisfjármálanna í hagstjórninni, sérstaklega í ljósi umfjöllunar Seðlabankans í síðustu Peningamálum um trúverðugleika peningastefnunnar og þörfina á auknu aðhaldi í þeim efnum. Greiningadeild Landsbankans segist áður lýst þeirri skoðun sinni að mikilvægt sé að samræmi sé í stjórn ríkisfjármála og peningamála ef tryggja eigi viðunandi árangur í hagstjórn á næstu misserum. Í því sambandi hafi deildin ekki farið dult með þá skoðun að framlag ríkisfjármálanna hafi ekki verið nægjanlegt og að tímasetning þeirra umfangsmiklu skattalækkana sem ákveðnar hafa verið sé vafasöm. Einnig hafi komið fram sú skoðun, að breytingar á fasteignalánamarkaði hafi ekki heldur verið heppilegar við núverandi aðstæður.

Greiningardeild Landsbanka segir í Vegvísi sínum í dag, að í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2006 sé ekki að finna neinar mikilvægar breytingar frá þeirri ríkisfjármálastefnu sem þegar hafi verið mótuð. Ítrekar greiningardeildin þá gagnrýni sína, að framlag ríkisfjármálanna til hagstjórnar hafi ekki verið nægilegt og að tímasetning þeirra umfangsmiklu skattalækkana, sem ákveðnar hafi verið, sé vafasöm.

Í Vegvísi segir, að gjaldahlið frumvarpsins einkennist af mjög miklu aðhaldi þar sem heidlarútgjöld ríkissjóðs aukist einungis um 0,3% milli ára sem feli í sér töluvert mikla raunlækkun á milli ára. Á tekjuhlið sé hinsvegar töluvert annað upp á teningnum þar sem áhrif af þeim skattalækkunum, sem tilkynntar voru í fjárlagafrumvarpi á síðasta ári, gæti nú í frumvarpinu í enn ríkari mæli en áður. Í heild lækki skatttekjur milli ári um 6,6 milljarða þrátt fyrir áframhaldandi aukin umsvif í þjóðarbúskaðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka