Þjófar staðnir að verki í Reykjavík

Þjófar voru í óða önn að láta greipar sópa á heimili við Prestsstíg í Reykjavík laust eftir miðnætti í nótt þegar húsráðandi kom heim og stóð þá að verki, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Var einn maður inni í íbúðinni, hljóp út og flýði á bíl með félögum sínum. Húsráðandi náði númeri bílsins og voru þjófarnir þrír handteknir skömmu síðar.

Þeir gista nú fangageymslur og bíða yfirheyrslu. Að sögn lögreglunnar voru mennirnir búnir að bera ýmsa muni af heimilinu út í bíl sinn, m.a. málverk, og höfðu tekið margt annað til handagagns inni og ætluðu að bera það út í bílinn, m.a. matvæli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka