Deilur komu upp á stjórnarfundi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga síðdegis í dag, að því er fram kom í fréttum RÚV. Umræðuefnið voru nýgerðir kjarasamningar Eflingar við Reykjavíkurborg. Gekk Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, út af fundinum. Sagðist hún í samtali við RÚV vera ánægð með samninginn við Eflingu.