Vill lengja skólaskyldu til átján ára aldurs

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. Morgunblaðið/ Ásdís Ásgeirsdóttir

Dagur B. Eggertsson, læknir og borgarfulltrúi, er þeirrar skoðunar að lengja eigi skólaskyldu til átján ára aldurs þar sem það geti haft forvarnargildi gegn fíkniefnaneyslu ungmenna. „Frá sjónarhóli forvarnar blasir við að þegar framhaldsskólinn er brotalöm skiptir mjög litlu máli hvaða árangri við náum í forvörnum með börnunum meðan þau eru í grunnskóla ef þau eru síðan bara látin róa þegar þau eru sextán ára. Það er auðvitað vendipunktur í lífinu hjá mjög mörgum. Ég held að það sé fyllsta ástæða til að ræða það hvernig við eigum að axla þessa ábyrgð sem samfélag gangvart ungu fólki á framhaldsskólaaldri," segir Dagur.

Hann er formaður stýrihóps forvarnarverkefnisins Ungmenni í Evrópu - gegn fíkniefnum sem nú er að hefjast í tíu evrópskum borgum undir verndarvæng Íslendinga. Verkefnið er á vegum ECAD, samtaka evrópskra borga gegn fíkniefnum, og byggist á niðurstöðum íslenskra rannsókna sem sýna m.a. að þau börn sem verja a.m.k. klukkustund með fjölskyldu sinni á dag eiga mun síður á hættu að verða fíkniefnum að bráð en börn sem verja litlum sem engum tíma með foreldrum sínum. Einnig að skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf hefur mikið forvarnargildi.

Aldrei hærra hlutfall í framhaldsskóla

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er verndari verkefnisins, og var hann viðstaddur þegar St. Pétursborg, fyrst borga, gerðist formlega aðili að verkefninu með undirritun í vikunni. Þar var Dagur einnig og hann segir að aðkoma forsetans hafi haft mikla þýðingu fyrir verkefnið og ef hans hefði ekki notið við hefði undirritunin ekki orðið að veruleika á þessum tíma og verkefnið ekki fengið þann meðbyr sem nauðsynlegur er til að hrinda því í framkvæmd.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert