Tveir gistu fangageymslur sökum ölvunar

Tveir ölvaðir menn gistu í fangageymslum á landinu í nótt, annars vegar á Akureyri og hins vegar í Keflavík. Í báðum tilvikum var það sökum ölvunar. Maðurinn í Keflavík var á gangi á götu úti í nærbuxum og sokkum einum klæða þegar lögregla hafði tal af honum. Reyndist hann mjög ölvaður og hafði verið vísað úr samkvæmi en ekki fylgdi sögunni hvers vegna hann var ekki betur klæddur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert