Mikill erill hefur verið hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, SHS, í sjúkraflutningum í dag en farnar voru 76 ferðir á milli klukkan 7:30 í morgun til klukkan 19:30 í kvöld. Flestar ferðirnar voru eftir umferðaóhöpp, sem voru fjölmörg á höfuðborgarsvæðinu í dag, auk veikinda og flutninga á milli sjúkrastofnana. Að sögn vakthafandi varðstjóra SHS er mikið álag á sjúkraflutningamenn og er ekki búist við því að úr dragi á næstunni.