Líðan Steingríms sögð eftir atvikum góð

Líðan Steingríms er talin eftir atvikum góð en hann hefur …
Líðan Steingríms er talin eftir atvikum góð en hann hefur hlotið alvarlega áverka. mbl.is/Þorkell

Líðan Steingríms J. Sigfússonar, alþingismanns, er eftir atvikum talin góð, en hann er undir eftirliti lækna á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss.

„Hann hefur hlotið alvarlega áverka," sagði Kristinn Sigvaldason, læknir á gjörgæsludeild Landspítalans, þegar Fréttavefur Morgunblaðsins spurðist fyrir um líðan sjúklingsins.

Steingrímur slasaðist þegar bíll hans lenti út af veginum við Húnaver í gærkvöldi.

Kristinn telur að Steingrímur muni losna af gjörgæslu seinna í dag.

Alþingi kemur saman klukkan 13:30 í dag, í fyrsta skipti eftir jólahlé. Hlynur Hallsson, varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs í Norðausturkjördæmi, tekur sæti Steingríms meðan hann verður frá vegna meiðslanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka