Alls hafa tæplega fimm hundruð manns skráð sig á Viðskiptaþing 2006 - Ísland 2015 sem Viðskiptaráð stendur fyrir í dag kl 13.30. Að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, starfandi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, er uppselt á Viðskiptaþingið þar sem ekki er mögulegt að koma meiri fjölda fyrir.
Biðst Viðskiptaráð velvirðingar á þessu, en þakkar um leið þennan mikla áhuga sem Viðskiptaþinginu er sýndur.
Fréttavefur Morgunblaðsins mun senda fréttir af Viðskiptaþinginu sem stendur frá kl. 13.30 til 16.00 í dag.