Alþingiskonur munu taka þátt í sérstakri sýningu á leikritinu Píkusögur, sem verður í Borgarleikhúsinu á V-deginum, þann 1. mars. Ágóði af sýningunni mun renna til forvarnarstarfs V-dags samtakanna.
V-dagurinn hefur verið haldinn víða um heim síðan V-dagssamtökin voru stofnuð í New York árið 1998. Samtökin voru stofnuð í tengslum við leikritið Vagina Monologues, eftir Eve Ensler. Markmið samtakanna er að binda endi á ofbeldi gegn konum um allan heim.
V-dags samtökin á Íslandi voru stofnuð árið 2002 og hafa lagt áherslu á að berjast gegn nauðgunum.