Aðstoðarskólameistari og áfangastjóri Menntaskólans á Ísafirði hafa báðir sagt upp störfum við skólann og miðast uppsagnir þeirra við lok skólaárs í sumar. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins í kvöld. Um síðustu helgi tilkynnti Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari, að hún ætlaði að hætta störfum í sumar.