Mótmælaalgerðir voru við skrifstofur Alcoa við Suðurlandsbraut í Reykjavík um fjögurleytið í dag. Á annan tug ungmenna var þar saman kominn til að mótmæla ákvörðun Alcoa um að hefja ítarlega könnun á hagkvæmni þess að reisa nýtt 250.000 tonna álver á Bakka við Húsavík. Mótmælendur höfðu hátt og börðu bumbur. Lögreglumenn mættu á staðinn að beiðni starfsmanna Alcoa og hentu mótmælendum út.