Stóraukinn áhugi á fasteignum á Húsavík

Áhugi á fasteignum á Húsavík hefur stóraukist á undanförnum mánuðum og misserum og hefur verðið hækkað um 40% á undanförnu einu og hálfu ári. Þá hafa stórir aðilar af höfuðborgarsvæðinu spurst fyrir um fasteignir á Húsavík það sem af er þessari viku, í aðdraganda þess að Alcoa tilkynnti um ákvörðun sína.

"Það er alveg staðreynd að það er búinn að vera mikill hasar í dag (gær) og tvo undanfarna daga og þar á meðal hafa aðilar verið að gera tilboð í eignir hér á Húsavík," sagði Berglind Svavarsdóttir, lögmaður og fasteignasali á Húsavík.

Hún sagði að hins vegar væri það þannig að það væri ekki mikið um eignir til sölu á svæðinu. Mjög mikil sala á eignum á Húsavík hefði verið undanfarið eitt og hálft ár, sem hún rekti að stórum hluta til væntinga fólks um að álver yrði byggt á svæðinu og eignir hefðu hækkað um 40% í verði á undanförnu einu og hálfu ári. Eignir sem hefðu verið að seljast áður á 12-14 milljónir væru komnar í um tuttugu milljónir króna. Það væri auðvitað mjög gott fyrir fólk að fá eitthvað fyrir eignir sínar. "Þannig að þessi skriða byrjaði í raun fyrir einu og hálfu ári síðan," sagði Berglind enn fremur.

Hún sagði að svo hefði komið fram mikill áhugi frá utanaðkomandi aðilum á fasteignum á Húsavík það sem af væri þessari viku áður en ákvörðun Alcoa hefði legið fyrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert