Mikið var um dýrðir í Iðnó við Tjarnarbakkann í gærkvöldi þegar útskriftarnemendur Menntaskólans í Reykjavík héldu sitt árlega fiðluball. Stúlkur í síðkjólum og piltar í kjólfötum dönsuðu um salinn við undirleik strengjakvartetts og skein gleðin úr hverju andliti. Upphaf ballsins er rakið til 19. aldar.