Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður Frjálslyndra, stjakaði við Sigurði Kára Kristjánssyni eftir að Sigurður steig úr ræðustóli á Alþingi í dag, eftir að væna stjórnarandstöðuna um að nenna ekki að vinna á laugardegi. Auk þess jós Guðjón skömmum yfir Sigurð. Stjórnarandstaðan mótmælti því harðlega í morgun að boðað væri til aukaþingfundar í dag vegna vatnalaganna. Var þingmönnum nokkuð brugðið við þessa tilburði Guðjóns, að sögn eins þingmanna. Það þykir afar sjaldgæft og fáheyrt að til slíkra snertinga komi á Alþingi Íslendinga.