Erlendur fyrirlesari kærður til lögreglu vegna Íraksstríðsins

Frá fyrirlestri Dr. Rubin í Háskóla íslands í dag.
Frá fyrirlestri Dr. Rubin í Háskóla íslands í dag. Ragnar Axelsson

Elías Davíðsson hefur ásamt fleirum lagt fram ákæru á hendur dr. Michael Rubin, bandarískum ríkisborgara, sem dvelur um þessar mundir hér á landi, en Rubin hélt fyrirlestur á vegum Háskóla Íslands í Odda í hádeginu í dag. Fram kemur í ákærunni, sem birt er á vefsíðunni Fridur.is, að dr. Rubin sé kærður fyrir að undirbúa ólöglegt og saknæmt árásarstríð á hendur Írak árið 2003. Þá er þess krafist að hinn ákærði verði handtekinn og yfirheyrður um meinta aðild hans.

Í ákærunni kemur einnig fram að dr. Rubin hafi starfað innan fámennrar sérdeildar í varnarráðuneytinu í Washington á árunum 2002 til 2004 sem ákærendur halda fram að hafi m.a. haft það að markmiði að „matreiða sönnunargögn um gereyðingarvopn Íraka” og „undirbúa stoðir alþjóðabandalags „hinna viljugu og staðföstu“, samræma skipanir um herflutninga, semja reglur um meðferð stríðsfanga og gera áætlanir um skipan írasks olíuiðnaðar að stríðinu loknu.”

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert