Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, rekur gervitunglin Terra og Aqua, en brautir þeirra liggja yfir Ísland á hverjum degi. Myndir frá þessum gervitunglum eru m.a. notaðar til þess að staðsetja skógarelda á jörðu niðri. Í gær kom upp mikill sinueldur í Hraunhreppi á Mýrum sem geisar enn og sést hann vel á myndum sem Terra tók klukkan 12:55.
Stóra myndin sýnir allt landið, og er reykjarstrókurinn frá brunanum vel greinilegur þar sem hann blæs til suðvesturs. Á stækkaðri mynd sést betur hversu langt á haf út reykjarstrókurinn náði.
Gervitunglamyndir Nasa af sinubrunanum á Mýrum