Fjöldi manns er að berjast við sinuelda á Mýrum en björgunarsveitarmenn víða voru kallaðir út að til að leysa af þá sem hafa barist við eldinn í dag og kvöld. Að sögn Laufeyjar Gísladóttur í lögreglunni í Borgarnesi standa vonir til að hægt verði að slökkva eldinn í nótt. Ólafur Egilsson, bóndi á Hundastapa, segir að nú sé verið að reyna að koma í veg fyrir að eldurinn fari yfir Hvítsteinslæk.
Að sögn Ólafs er þyrlan að björgunarstörfum og hefur hún gert stórkostlegt gagn í baráttunni við sinueldinn. Er þetta í fyrsta skipti sem þyrla er notuð í þessum tilgangi á Íslandi.