George H. W. Bush sækir Ísland heim

George H. W. Bush
George H. W. Bush Reuters

George H. W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur þekkst boð forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar um að koma í heimsókn til Íslands 4.-7. júlí næstkomandi.

Forsetinn fyrrverandi kemur til landsins síðdegis þriðjudaginn 4. júlí og verður gestur forseta Íslands meðan á dvölinni stendur. Hann situr kvöldverðarborð forseta Íslands á Bessastöðum á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna 4. júlí. Með í för forsetans verða nokkrir vinir hans, m.a. Sig Rogich sem var sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi í forsetatíð George H. W. Bush.

George H. W. Bush og föruneyti munu halda til laxveiða í boði Orra Vigfússonar formanns Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), en forsetinn fyrrverandi hefur verið eindregin stuðningsmaður slíkrar verndar, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert