25 urðu fyrir klórgasmenguninni

mbl.is/Kristín

Um 25 manns urðu fyrir klórgasmenguninni á Eskifirði. Tveir voru sendir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og fjórir á Landsspítalann í Fossvogi. Fólkið leitaði fyrst á heilsugæslustöðina á Eskifirði en flestir voru síðan fluttir á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. 21 er enn á fjórðungssjúkrahúsinu en enginn er í lífshættu.

Rauði kross Íslands hefur opnað söfnunarstað aðstandenda í grunnskólanum á Eskifirði og á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað.

Lögregla lokaði svæði í kringum sundlaugina og slökkvilið vann við að hreinsa upp eftir mengunina en búið er að ná tökum á ástandinu á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert