Engin mengunarhætta lengur við sundlaugina á Eskifirði

Sjúkrabifreiðar að koma að sjúkrahúsinu á Neskaupstað
Sjúkrabifreiðar að koma að sjúkrahúsinu á Neskaupstað mbl.is/Ágúst Blöndal

Slökkvilið og lögregla hafa náð tökum á ástandinu við sundlaugina á Eskifirði. Ekki er talið að fleirum stafi hætta af menguninni. Þó er rétt að hafa í huga að væg einkenni áhrifa af gasinu eru særindi í hálsi og hósti, einnig getur fylgt roði í húð. Ekki er ástæða til að óttast þó fólk finni fyrir þessum einkennum. Ef einkennin eru viðvarandi eða ágerast er rétt að leita til læknis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert