Efnahagsbrotadeild rannsakar 75 milljóna króna fjársvik

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra fékk á þriðjudag þrjá grunaða einstaklinga úrskurðaða í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á fjársvikamálinu innan Tryggingastofnunar ríkisins. Féð, sem talið er að hafi verið svikið út, nemur um 75 milljónum króna. Alls sitja því fjórir grunaðir aðilar í gæsluvarðhaldi vegna málsins, þar af kona sem sett var í varðhald á mánudag en hún er fyrrverandi þjónustufulltrúi í þjónustumiðtöð TR.

"Fólk er í áfalli út af þessu," segir Karl Steinar Guðnason, forstjóri TR, um málið. Tekið skal fram að fólkið sem úrskurðað var í gæsluvarðhaldið er ótengt TR og enginn innan stofnunarinnar að undanskildum þjónustufulltrúanum liggur undir grun. Allt fólkið situr í gæslu til 7. júlí.

Grunur er um að fjöldi fólks hafi komið við sögu svikanna með þeim hætti að lána þjónustufulltrúanum nöfn sín og bankareikninga sem fé var lagt inn á að tilhæfulausu. Talið er að brotastarfsemin hafi staðið yfir í um fjögur ár. Þeir þrír sem settir voru í gæsluvarðhaldið á þriðjudag eru undir rökstuddum grun um að hafa veitt þjónustufulltrúanum liðveislu við fjársvikin og er nú til rannsóknar hversu mikil þessi aðstoð var og enn fremur hvort fólkið hafi fengið eitthvað í sinn hlut og þá hversu mikið.

Talið er að hinar tilhæfulausu greiðslur hafi farið til einstaklinga í formi endurgreiðslna vegna útlagðs læknis- eða lyfjakostnaðar svo og þjálfunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka