Tveir menn sem fluttir voru á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir eiturefnaslysið við sundlaugina á Eskifirði á þriðjudag eru á batavegi, að sögn læknis á FSA. Annar mannanna liggur á gjörgæsludeild en mun að líkindum verða fluttur á almenna deild í dag. Hinn maðurinn liggur á almennri deild sjúkrahússins. Óvíst er hvenær mennirnir verða útskrifaðir af sjúkrahúsinu.