Athugasemdir vegna flutninga efnis að Eskifjarðarlaug

Gögn og fylgibúnað vantaði við flutninga OLÍS á efni sem átti að vera klór, en reyndist edikssýra, að sundlaug Eskifjarðar á þriðjudag, að sögn Víðis Kristjánssonar, deildarstjóra hjá Vinnueftirlitinu. Fulltrúar Vinnueftirlitsins fóru og könnuðu aðstæður við sundlaugina eftir eiturefnaslysið þar á þriðjudag, en blöndun edikssýru við klór í sundlaugarhúsinu varð til þess að flytja þurfti um 30 manns á sjúkrahús.

Víðir segir að ýmsar athugasemdir hafi verið gerðar vegna atviksins og hafi Vinnueftirlitið bæði kannað sundlaugina og flutningabílinn sem flutti edikssýruna.

"Við áttum fund með umboðsmanni Olís á Reyðarfirði. Síðan höfum við verið að kanna ýmis mál en við erum einnig að bíða eftir lögregluskýrslu um málið," segir Víðir. Gerðar hafi verið athugasemdir við að svona nokkuð gæti gerst og þá hafi ýmsar athugasemdir verið gerðar við flutninginn sjálfan. "Það vantaði til dæmis gögn og fylgibúnað. Miðað við það að þarna átti að flytja klórlausn var þetta ekki í lagi og miðað við að hann var með þessa ediksýru þá vantaði ennþá meira upp á að þetta væri í lagi," segir Víðir og bætir við að merkingar á tanknum hafi heldur ekki verið í fullkomnu lagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert