Fyrsta skútan í siglingakeppni frá Frakklandi til Íslands kom til hafnar í Reykjavík rétt fyrir klukkan átta í morgun, samkvæmt upplýsingum hafnsögumanna. Skútan heitir Vedettes de Brehat, og kafteinn á henni er Servane Escoffier. Hinar skúturnar í keppninni verða líklega ekki komnar til Reykjavíkur fyrr en aðra nótt.
Escoffier er 24 ára og yngsti skútustjóri keppninnar og önnur tveggja skipherra af kvenkyni í keppninni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún skapað sér nafn fyrir kappsiglingar. Sl. vetur varð hún í þriðja sæti í Transat-siglingunni, 4.340 sjómílna keppni frá Le Havre í Frakklandi til Salvador de Brehat, hinnar fornu höfuðborgar Brasilíu. Sigldi hún þá við annan mann skútunni sem vann þá keppni 2003 og einnig siglinguna eftir Rommleiðinni 2002.
Góður byr hefur skilað skútunum mun hraðar áfram en reiknað hafði verið með. Lagt var upp frá Paimpol í Frakklandi á laugardaginn.
Framvinda siglingakeppninnar Skippers d'Islande
Heimasíða Skippers d'Islande-keppninnar
Myndasyrpa: Sigla í kapp um slóðir franskra Íslandssjómanna