Sigldi frá Grundarfirði til Paimpol á 9 dögum

Fyrsta skútan í siglingakeppninni Skippers d'Islande kom nú síðdegis í mark í Paimpol í Frakklandi eftir 1300 sjómílna siglingu frá Grundarfirði á níu dögum. Hún sigldi yfir endamarkslínuna klukkan 16:54 að íslenskum tíma.

Þar var um að ræða 40 feta kappsiglara, Tchuda Popka 2, undir stjórn Gwenchlan Catherine. Næstu tvær skútur áttu þá eftir 60 sjómílur á leiðarenda en allar eiga þær að vera komnar á leiðarenda nk. miðvikudag, 26.júlí.

Vegna illrar veðurspár leitaði um helmingur skútanna í var í Grindavík í upphafi siglingar og beið þar af sér versta veðrið í nokkra daga. Þar á meðal var skútan Vedette Brehat sem fyrst varð til Íslands. Á bakaleiðinni er skútustýran Servane Escoffier ein um borð. Var hún í áttunda sæti og átti eftir um 250 sjómílur er Tchuda Popka 2 lauk keppni. Hafði m.a. dregið uppi skútur sem héldu áfram þrátt fyrir slæmt veður á hafinu og leituðu aldrei vars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert