Arngrímur Jóhannsson greiðir hæstu gjöld á landinu

Arngrímur Jóhannsson.
Arngrímur Jóhannsson. mbl.is/Þorkell

Arngrímur Jóhannsson, fyrrv. forstjóri flugfélagsins Atlanta, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjórans á Reykjanesi, tæplega 171 milljón króna. Samkvæmt þessu er Arngrímur gjaldahæsti einstaklingur landsins, samkvæmt álagningarskrám sem skattstjórar hafa lagt fram í dag. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, er í 2. sæti á Reykjanesi og Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri MP Fjárfestingarbanka, er þriðji.

Alls eru skattgreiðendur í Reykjanesumdæmi 68.616 talsins, auk 1188 barna undir 16 ára að aldri. Gjöld á einstaklinga nema 54,4 milljörðum og á börn nemur álagning 12,8 milljónum króna.

Alls greiða 48.139 manns tekjuskatt í umdæminu, samtals rúma 25 milljarða króna, og 67.525 greiða útsvar, samtals tæpa 24 milljarða króna.

Gjaldahæstu einstaklingarnir eru eftirtalin, samkvæmt álagningarskránni:

  1. Arngrímur Jóhannsson, Mosfellsbæ, nú Akureyri, 170.809.499 krónur
  2. Halldór Jón Kristjánsson, Garðabæ, 94.348.461 krónur,
  3. Styrmir Þór Bragason, Seltjarnarnesi, 80.764.366 krónur,
  4. Eiríkur Sigurðsson Seltjarnarnesi, 70.534.866 krónur
  5. Jón Sigurðsson, Seltjarnarnesi, 69.275.082 krónur
  6. Þórarinn Sveinsson, Seltjarnarnesi, 66.223.222 krónur
  7. Gunnar Dungal, Mosfellsbæ, 62.998.539 krónur
  8. Ásgrímur Skarphéðinsson, Hafnarfirði, 57.030.077 krónur
  9. Pétur Stefánsson, Kópavogi, 51.175.194 krónur
  10. Bjarni Ármannsson, Seltjarnarnesi, 50.849.303 krónur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert