Arngrímur Jóhannsson, fyrrv. forstjóri flugfélagsins Atlanta, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjórans á Reykjanesi, tæplega 171 milljón króna. Samkvæmt þessu er Arngrímur gjaldahæsti einstaklingur landsins, samkvæmt álagningarskrám sem skattstjórar hafa lagt fram í dag. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, er í 2. sæti á Reykjanesi og Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri MP Fjárfestingarbanka, er þriðji.
Alls eru skattgreiðendur í Reykjanesumdæmi 68.616 talsins, auk 1188 barna undir 16 ára að aldri. Gjöld á einstaklinga nema 54,4 milljörðum og á börn nemur álagning 12,8 milljónum króna.
Alls greiða 48.139 manns tekjuskatt í umdæminu, samtals rúma 25 milljarða króna, og 67.525 greiða útsvar, samtals tæpa 24 milljarða króna.
Gjaldahæstu einstaklingarnir eru eftirtalin, samkvæmt álagningarskránni: