Einar S. Ólafsson, Miklaholtshreppi, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjóra Vesturlandsumdæmis samkvæmt álagningarskrá sem birt var í morgun. Einar greiðir rúmar 54 milljónir króna en Jóhannes S. Ólafsson, Akranesi, greiðir rúmlega 48 milljónir og Ólafur Ólafsson Miklaholtshreppi greiðir rúmlega 21,533 milljónir króna.
Listinn yfir gjaldahæstu einstaklingana á Vesturlandi er eftirfarandi:
- Einar S. Ólafsson, Miklaholtshreppi, 54.186.285 krónur.
-
Jóhannes S. Ólafsson, Akranesi, 48.387.511 krónur.
-
Ólafur Ólafsson, Miklaholtshreppi, 21.533.963 krónur.
-
Viðar Björnsson, Stykkishólmi, 20.091.719 krónur.
-
Hörður Sigurðsson, Stykkishólmi, 20.012.148 krónur.
-
Gissur Tryggvason, Stykkishólmi, 19.947.488 krónur.
-
Jón Þór Hallsson, Akranesi, 19.564.325 krónur.
-
Þórhildur Pálsdóttir, stykkishólmi, 19.281.413 krónur.
-
Fríða Sveinsdóttir, Snæfellsbæ, 16.806.300 krónur.
-
Haraldur Sturlaugsson, Akranesi, 14.395.361 króna.