Guðmundur A. Birgisson greiðir hæstu opinberu gjöldin í Suðurlandsumdæmi

Guðmundur A. Birgisson, athafnamaður í Ölfusi, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjóra Suðurlandsumdæmis samkvæmt álagningarskrá sem birt var í morgun. Guðmundur greiðir rúmar 127 milljónir króna en Pétur Kristján Hafstein, hæstaréttardómari á Hellu, greiðir tæplega 45 milljónir og Ragnar Kristinn Kristjánsson greiðir tæpar 40 milljónir króna.

Listinn yfir gjaldahæstu einstaklingana á Suðurlandi er eftirfarandi:

  1. Guðmundur A. Birgisson Ölfusi, 127.494.394 krónur.
  2. Pétur Kristján Hafstein, Hellu, 44.788.296 krónur.
  3. Ragnar Kristinn Kristjánsson, Flúðum, 39.107.676 krónur.
  4. Jón Sigurðsson, 27.169.004 krónur
  5. Páll Breiðdal Samúelsson, 21.317.566 krónur
  6. Gunnar Andrés Jóhannsson, 18.438.905 krónur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert