Ómar Ragnarsson, læknir á Blönduósi, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjórans á Norðurlandi vestra, rúmar 9,8 milljónir króna, samkvæmt álagningarskrá sem birt var í dag. Ásgrímur Gunnar Júlíusson, framkvæmdastjóri á Siglufirði, er næstur með 9,4 milljónir og Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, er í þriðja sæti með 7,2 milljónir.
Alls nema innheimt gjöld í umdæminu rúmum 3,8 milljörðum króna, þar af eru 1,6 milljarðar tekjuskattur og tæpir 2 milljarðar útsvar. Alls eru 7104 gjaldendur á álagningarskránni.
Listinn yfir gjaldahæstu einstaklingana er eftirfarandi:
- Ómar Ragnarsson, læknir, Blönduósi, 9.821.051 króna, þar af útsvar 3.368.909 krónur
- Ásgrímur Gunnar Júlíusson, framkvæmdastjóri, Siglufirði, 9.419.979 krónur, þar af útsvar 324.941 króna
- Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Sauðárkróki, 7.180.566 krónur, þar af útsvar 2.158.783 krónur
- Hjördís Jónsdóttir, bóndi, Húnavatnshreppi, 7.022.334 krónur, þar af útsvar 365.748 krónur
- Elías Guðmundsson, bóndi, Húnaþingi vestra, 6.372.180 krónur, þar af útsvar 2.132.848 krónur
- Gísli Ólafsson, læknir, Blönduósi, 5.849.718 krónur, þar af útsvar 2.182.404 krónur
- Ágúst Oddsson, læknir, Hvammstanga, 5.724.976 krónur, þar af útsvar 2.027.592 krónur
- Örnólfur Ásmundsson, útgerðarmaður, Siglufirði, 5.551.211 krónur, þar af útsvar 384.468 krónur
- Geir Karlsson, læknir, Hvammstanga, 5.547.411 krónur, þar af útsvar 1.895.139 krónur
- Andrés Magnússon, læknir, Siglufirði, 5.477.321 króna, þar af útsvar 1.932.927 krónur.