Ómar Ragnarsson gjaldahæstur á Norðurlandi vestra

Ómar Ragnarsson, læknir á Blönduósi, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjórans á Norðurlandi vestra, rúmar 9,8 milljónir króna, samkvæmt álagningarskrá sem birt var í dag. Ásgrímur Gunnar Júlíusson, framkvæmdastjóri á Siglufirði, er næstur með 9,4 milljónir og Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, er í þriðja sæti með 7,2 milljónir.

Alls nema innheimt gjöld í umdæminu rúmum 3,8 milljörðum króna, þar af eru 1,6 milljarðar tekjuskattur og tæpir 2 milljarðar útsvar. Alls eru 7104 gjaldendur á álagningarskránni.

Listinn yfir gjaldahæstu einstaklingana er eftirfarandi:

  1. Ómar Ragnarsson, læknir, Blönduósi, 9.821.051 króna, þar af útsvar 3.368.909 krónur
  2. Ásgrímur Gunnar Júlíusson, framkvæmdastjóri, Siglufirði, 9.419.979 krónur, þar af útsvar 324.941 króna
  3. Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Sauðárkróki, 7.180.566 krónur, þar af útsvar 2.158.783 krónur
  4. Hjördís Jónsdóttir, bóndi, Húnavatnshreppi, 7.022.334 krónur, þar af útsvar 365.748 krónur
  5. Elías Guðmundsson, bóndi, Húnaþingi vestra, 6.372.180 krónur, þar af útsvar 2.132.848 krónur
  6. Gísli Ólafsson, læknir, Blönduósi, 5.849.718 krónur, þar af útsvar 2.182.404 krónur
  7. Ágúst Oddsson, læknir, Hvammstanga, 5.724.976 krónur, þar af útsvar 2.027.592 krónur
  8. Örnólfur Ásmundsson, útgerðarmaður, Siglufirði, 5.551.211 krónur, þar af útsvar 384.468 krónur
  9. Geir Karlsson, læknir, Hvammstanga, 5.547.411 krónur, þar af útsvar 1.895.139 krónur
  10. Andrés Magnússon, læknir, Siglufirði, 5.477.321 króna, þar af útsvar 1.932.927 krónur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert