Þorsteinn Már gjaldahæstur á Norðurlandi eystra

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjórans á Norðurlandi eystra, samkvæmt álagningarskrá sem lögð var fram í morgun. Þorsteinn greiðir samtals rúmar 16,3 milljónir króna í opinber gjöld. Næstur kemur Jóhannes Sigurðsson á Akureyri, tæpar 14,9 milljónir og Steingrímur Halldór Pétursson á Akureyri greiðir tæpar 11 milljónir.

Listinn yfir gjaldahæstu einstaklingana er eftirfarandi:

  1. Þorsteinn Már Baldvinsson, Akureyri, 16.317.087 krónur, þar af útsvar 2.568.061 króna
  2. Jóhannes Sigurðsson, Akureyri, 14.859.760 krónur, þar af útsvar 397.798 krónur
  3. Steingrímur Halldór Pétursson, Akureyri, 10.975.777 krónur, þar af útsvar 2.504.820 krónur
  4. Jón Ingvar Þorvaldsson, Ólafsfirði, 10.358.013 krónur, þar af útsvar 1.089.482 krónur
  5. Jóhannes Jónsson, Akureyri, 9.608.841 króna, þar af útsvar 2.393.024 krónur
  6. Hannes Höskuldsson, Húsavík, 8.759.496 krónur, þar af útsvar 720.732 krónur
  7. Guðmundur Þ. Jónsson, Akureyri, 7.782.418 krónur, þar af útsvar 2.841.835 krónur
  8. Gunnar Sigvaldason, Ólafsfirði, 7.726.779, þar af útsvar 1.588.838 krónur
  9. Guðjón B. Steinþórsson, Akureyri, 7.630.223 krónur, þar af útsvar 956.376 krónur
  10. Sigurður Steingrímsson, Akureyri, 7.282.516 krónur, þar af útsvar 748.260 krónur.
Hæstu greiðendur útsvars
  1. Guðmundur Þ. Jónsson, Akureyri, 2.841.835 krónur
  2. Þorsteinn Már Baldvinsson, Akureyri, 2.568.061 króna
  3. Steingrímur Halldór Pétursson, Akureyri, 2.504.820 krónur
  4. Jóhannes Jónsson, Akureyri, 2.393.024 krónur
  5. Arngrímur Brynjólfsson, Akureyri, 2.354.676 krónur
  6. Hákon Þröstur Guðmundsson, Akureyri, 2.347.442 krónur
  7. Ásgeir Böðvarsson, Húsavík, 2.243.662 krónur
  8. Jón Björnsson, Akureyri, 2.241.143 krónur
  9. Birkir Hreinsson, Akureyri, 2.159.315 krónur
  10. Björgvin Birgisson, Akureyri, 1.999.672 krónur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert