Síldarævintýrið á Siglufirði er nú haldið í 16. sinn í dag fór fram síldarsöltun og í framhaldi af henni verður haldið bryggjuball í anda liðinna tíma. Barnadagskrá er einnig á Siglufirði með atriðum úr Ávaxtakörfunni. „Hér er frábært veður, við höfum náð að halda nokkuð þurru í allan dag,” sagði Elías Bjarni Ísfjörð framkvæmdastjóri hátíðarinnar. Elías Bjarni telur að um 4 þúsund manns séu á tjaldstæðunum í bænum og átti hann von á fleirum í dag og kvöld.
Í gærkvöldi var harmonikkuball með Örvari Kristjánssyni og sagði Elías Bjarnason að langt hafi verið síðan jafnmargir komu á föstudeginum en í gær voru komnir um 3,500 manns