Forsetinn heimsótti unglingalandsmótið

Frá setningu mótsins.
Frá setningu mótsins. mbl.is/Símon Sverrisson

Á unglingalandsmóti UMFÍ á Laugum í Reykjadal er margmenni og telja aðstandendur að það séu á bilinu sjö til níu þúsund manns á svæðinu. „Það eru eitt þúsund keppendur á mótinu og því má reikna með að í tjaldborginni sem risin er hér séu um sex þúsund manns og svo eru margir sem eiga hér leið um eins og tildæmis herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti og forsetafrúin sem litu hér við," sagði Baldur Daníelsson sem er formaður landsmótsnefndar.

Baldur sagði að hitinn hefði farið yfir 20 gráður í blíðskapar veðri í gær. Á mótinu er keppt í öllum hefðbundnum frjálsíþróttum og hestaíþróttum. Einnig er keppt í íslenskri glímu, sundi og óhefðbundnari íþróttum á borð við frisbí-golf eða folf.

Ólafur Ragnar Grímsson og Örlygur Hnefill Jónsson með Dorrit Moussaieff …
Ólafur Ragnar Grímsson og Örlygur Hnefill Jónsson með Dorrit Moussaieff á rölti á landsmóti UMFÍ á Laugum. mbl.is/Símon Sverrisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert