Slys við Skorradalsvatn

mbl.is/Davíð Pétursson

Slys varð nú síðdegis við enda Skorradalsvatns þegar ungur drengur var að aka á mótorkrosshjóli utan vegar en náði ekki að stöðva hjólið og lenti aftan á kyrrstæðri bifreið. Höggið var það mikið að hjálmur drengsins losnaði af höfði hans og endaði út í Skorradalsvatni.

Lögregla og sjúkralið komu á staðinn og drengurinn sendur á sjúkrahús til athugunar en meiðsl hans eru ekki talin alvarleg. Drengurinn er vel innan við bílprófsaldurinn og að sögn lögreglunnar var akstur hans ekki alveg samkvæmt laganna bókstaf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert