Hápunktur hátíðarhaldanna í Galtalæk um helgina var í kvöld þegar Sumargleðin fornfræga steig þar á svið eftir 25 ára fjarveru. Einnig kom Nylon flokkurinn við í Galtaleik en hann er á leið til Lundúna á morgun. Sumargleðin vígði nýja galla í kvöld og þóttu liðsmennirnir þjóðlegir með afbrigðum með skjaldarmerkið við hjartastað.