Umferð gengur nú eðlilega eftir slysið á Suðurlandsvegi. Lögreglan í Kópavogi staðfesti að jeppi af Hummer gerð á leið til vesturs hafi farið yfir á rangan vegarhelming að því er talið er vegna bilunar í hjólabúnaði og lenti hann framan á einum bíl og síðan lenda tveir aðrir bílar á leið til austurs í árekstrinum.
Fjórir einstaklingar voru fluttir með sjúkrabíl og tveir í lögreglubíl á slysadeild, ekkert þeirra var alvarlega slasað, sjö aðilar tengdust slysinu. Slökkviliðið þurfti að beita klippum til að ná einni konu út úr bílflaki.